Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 493 – 99. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um ríkisábyrgðir.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Magnús Pétursson og Skarphéðin Berg Steinarsson frá fjármálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Verslunarráði Íslands, Sambandi íslenskra við skiptabanka, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Íslandsbanka hf. og A&P lögmönnum f.h. Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands.
    Í frumvarpinu er tekið á þeim þáttum sem snúa að veitingu beinna ríkisábyrgða og endur lána. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi eldri lög um ríkisábyrgðir, nr. 37/1961, með síðari breytingum. Helstu breytingar sem gerðar eru frá gildandi lögum felast m.a. í því að áður en heimild til ábyrgðar er veitt af Alþingi skal liggja fyrir mat á áhættu og afskriftaþörf vegna ábyrgðarinnar, myndaður verði afskriftareikningur hjá Ríkisábyrgðasjóði til að mæta útlánatöpum, áhættumat Ríkisábyrgðasjóðs ráði hvert áhættugjaldið er og gera skal sérstaka athugun á fjárhagsstöðu Ríkisábyrgðasjóðs.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að bætt verði við 2. gr. ákvæði um að í frumvarpi sem fjármálaráðherra leggur fram um veitingu ríkisábyrgða skuli liggja fyrir umsögn Ríkisábyrgðasjóðs, sam kvæmt lögum nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins, á mati á áhrifum ríkisábyrgða á sam keppni á viðkomandi sviði. Breytingin miðar að því að draga úr hættu á því að ríkis ábyrgðir til einstakra aðila í samkeppnisstarfsemi geti veikt samkeppnisstöðu annarra aðila en þeirra sem ríkisábyrgðina eiga að fá.
     2.      Lagðar eru til tvær breytingar á 6. gr. Annars vegar er lagt til að auk almennra viðskiptaskulda skuli eftirlauna- og lífeyrisskuldbindingar undanþegnar ábyrgðargjaldi því sem bankar, lánasjóðir, lánastofnanir, fyrirtæki og aðrir aðilar, sem lögum samkvæmt njóta eða hafa notið ábyrgðar ríkissjóðs skulu greiða, hvort sem hún er komin til vegna eignaraðildar ríkissjóðs eða annars. Nefndin telur eðlilegt að slíkar skuldbindingar séu undanþegnar, en sem dæmi má taka að í 11. gr. laga nr. 50/1997, um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, segir að ríkissjóður beri ábyrgð á skuldbindingum Landsbankans gagnvart Eftirlaunasjóði starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans og skuldbindingum Búnaðarbankans gagnvart Eftirlaunasjóði starfs manna Búnaðarbankans. Framangreindar skuldbindingar verður að telja til skuldbind inga sem fallið hafa til vegna rekstrar með sama hætti og laun og önnur rekstrarútgjöld. Hins vegar er lögð til sú breyting að framangreint ábyrgðargjald verði mishátt eftir því hvort um erlendar eða innlendar skuldbindingar er að ræða. Þannig nemi gjaldið 0,0625% á ársfjórðungi af höfuðstól gjaldskyldra erlendra skuldbindinga eins og hann er að meðaltali á hverju gjaldtímabili en 0,0375% af höfuðstól gjaldskyldra innlendra skuldbindinga.
     3.      Loks er lögð til orðalagsbreyting á 8. gr.

Alþingi, 10. des. 1997.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.




Sólveig Pétursdóttir.



Pétur H. Blöndal.



Valgerður Sverrisdóttir.



Jón Baldvin Hannibalsson.



Steingrímur J. Sigfússon.



Einar Oddur Kristjánsson.