Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 494 – 99. mál.
    


Breytingartillögur



við frv. til l. um ríkisábyrgðir.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1.      Við 2. gr. Við bætist nýr töluliður er orðist svo: Mat á áhrifum ríkisábyrgða á samkeppni á viðkomandi sviði.
2.      Við 6. gr.
    a.    Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Almennar viðskiptaskuldir og eftirlauna- og lífeyrisskuldbindingar skulu þó undanþegnar gjaldinu.
    b.     Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Ábyrgðargjald skv. 1. mgr. nemur 0,0625% á ársfjórðungi af höfuðstól gjaldskyldra erlendra skuldbindinga og 0,0375% á ársfjórðungi af höfuðstól gjaldskyldra innlendra skuldbindinga eins og hann er að meðaltali á hverju gjaldtímabili, sbr. 8. gr.
3.      Við 8. gr. Í stað orðanna „Ábyrgðargjaldi skv. 7. gr.“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: Ábyrgðargjaldi skv. 6. og 7. gr.