Ferill 275. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 497 – 275. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá sjávarútvegsráðuneyti Árna Kolbeinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Snorra Rúnar Pálmason. Örn Pálsson kom frá Lands sambandi smábátaeigenda, frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna komu Kristján Ragn arsson og Sveinn Hj. Hjartarson, frá Vélstjórafélagi Íslands komu Helgi Laxdal og Friðrik Hermannsson, frá Farmanna- og fiskimannasambandinu komu Guðjón A. Kristjánsson og Benedikt Valsson og Sævar Gunnarsson kom frá Sjómannasambandi Íslands.
    Frumvarpið felur efnislega í sér að reglur um endurnýjun fiskiskipa verði rýmkaðar og samræmdar. Meiri hluti nefndarinnar leggur til tvær efnislegar breytingar á frumvarpinu sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Annars vegar er lagt til að fellt verði niður skilyrði um að skip hafi haft leyfi til að veiða með aflamarki í a.m.k. sjö ár áður en þau geta nýtt sér endurnýjunarreglur þær sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Þess í stað er mælt fyrir um það að eigandi skips geti einungis nýtt sér stækkunar- eða breytingarreglur þær sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu einu sinni á hverjum sjö árum. Hins vegar er lagt til að sjávarútvegsráðherra skuli í reglugerð mæla fyrir um hvernig rúmtala skips skuli reiknuð. Meiri hlutinn leggur áherslu á að frumvarpið verði samþykkt svo breytt.

Alþingi, 10. des. 1997.



Árni R. Árnason,


frsm.


Stefán Guðmundsson.



Einar Oddur Kristjánsson.




Hjálmar Árnason.



Guðmundur Hallvarðsson,


með fyrirvara.


Vilhjálmur Egilsson.