Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 517 – 1. mál.



Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1998.

Frá Sigríði Jóhannesdóttur.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    Við 08-340 Málefni fatlaðra
    a.     1.91 Reglubundið eftirlit með mænusködduðum          0,0     2,0     2,0
    b.      Greitt úr ríkissjóði          59,7     2,0     61,7

Greinargerð.


    Frá árinu 1973 hafa 48 einstaklingar mænuskaddast í slysum á Íslandi og bundist hjólastól. Unnin hefur verið könnun á tíðni fylgikvilla hjá mænusködduðum í hjólastól. Í ljós kemur að heilsufarsleg vandamál eru algeng hjá þessum hópi, einkum þvagfæravandamál, en reglu bundið eftirlit gæti bætt þarna verulega úr.