Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 518 – 328. mál.


Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða Þorláksson, Ragnheiði Snorradóttur, Áslaugu Guðjónsdóttur og Jón Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu eru í fyrsta lagi lagðar til breytingar sem tengjast því að um síðustu áramót voru gerðar breytingar á viðmiðunargrundvelli verðleiðréttinga í skattskilum, í öðru lagi er lagt til að rýmkaðar verði heimildir einstaklinga til skattfrádráttar vegna lífeyrissiðgjalda, í þriðja lagi eru gerðar leiðréttingar á barnabótaákvæði laganna og í fjórða lagi er lagt til að tekin verði af öll tvímæli um að einstaklingum með takmarkaða skattskyldu skv. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt beri að greiða 20% söluhagnað samkvæmt meginreglunni í 2. tölul. 1. mgr. 71. gr. laganna.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
1.      Lögð er til sú breyting á 2. gr., sem lýtur að skattfrádrætti vegna lífeyrisiðgjalda, að ákvæði 5. og 6. tölul. A-liðar 30. gr. laganna verði skilgreind upp á nýtt. Gert er ráð fyrir að til viðbótar 4% af iðgjaldsstofni verði frádráttarbær frá skatti að auki allt að 2% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyris sjóða eða til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, enda sé iðgjaldinu varið til aukningar lífeyrisréttinda eða lífeyrissparnaðar skv. II. kafla sömu laga. Ákvæði 5. tölul. tekur til launþega en 6. tölul. til einstaklinga með eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi.
2.      Lögð er til sú viðbót við ákvæði 3. gr. um barnabætur að sé svo ástatt að einungis annað hjóna sé skattskylt hér á landi skv. 1. gr. laganna skuli reikna því fullar barnabætur vegna þeirra barna hjónanna sem eru heimilisföst hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja, ásamt upplýsingum um barnabætur eða hliðstæðar greiðslur vegna sömu barna sem greiddar hafa verið erlendis.
3.      Loks er lagt til að í upptalningu 1. tölul. 4. mgr. 72. gr. laganna á þeim aðilum sem eru undanþegnir skyldu til að greiða fjármagnstekjuskatt skv. 3. mgr. sömu greinar verði Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Þróunarsjóði sjávarútvegsins bætt við. Breytingin er lögð til í samræmi við framangreint ákvæði laganna sem undanþiggur tiltekna lögaðila greiðslu skatts á fjármagnstekjur. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingarverkefnum á sviði nýsköpunar og styðja við þróunar- og kynningarverkefni. Því þykir eðlilegt að Nýsköpunarsjóður greiði ekki fjármagnstekjuskatt, enda mundi greiðsla slíks skatts kalla á samsvarandi útgjöld til sams konar verkefna. Sama gildir um Þróunarsjóð sjávarútvegsins,



Prentað upp.
    en hlutverk hans er að taka við þróunarsjóðsgjöldum skv. 4. og 6. gr. laga um sjóðinn, fara með og selja eignir og hlutabréf í eigu sjóðsins skv. 11. gr. laganna, fara með og selja hlutabréf í eigu hlutafjárdeildar skv. 12. gr. laganna, innheimta skuldabréf í eigu atvinnu tryggingadeildar skv. 13. gr. laganna og greiða skuldbindingar sjóðsins. Þá skal Þróunar sjóðurinn taka lán til að fjármagna kaup eða smíði á rannsóknaskipi fyrir Hafrannsókna stofnunina.
         Jón Baldvin Hannibalsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. des. 1997.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.



Valgerður Sverrisdóttir.




Sólveig Pétursdóttir.



Pétur H. Blöndal.


með fyrirvara.


Steingrímur J. Sigfússon.

Ágúst Einarsson,


með fyrirvara.


Gunnlaugur M. Sigmundsson,


með fyrirvara.