Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 524 – 303. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá sjávarútvegsráðuneyti Árna Kol beinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Snorra Rúnar Pálmason. Örn Pálsson kom frá Lands sambandi smábátaeigenda, frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna komu Kristján Ragn arsson og Sveinn Hj. Hjartarson, frá Vélstjórafélagi Íslands komu Helgi Laxdal og Friðrik Hermannsson, frá Farmanna- og fiskimannasambandinu komu Guðjón A. Kristjánsson og Benedikt Valsson og Sævar Gunnarsson kom frá Sjómannasambandi Íslands.
    Það frumvarp sem hér um ræðir byggist á samkomulagi milli Landssambands smábátaeig enda og sjávarútvegsráðherra. Meiri hluti nefndarinnar leggur því áherslu á að ákvæði frum varpsins verði lögfest. Þær breytingar, sem lagðar eru til með frumvarpinu á ákvæðum um veiðistjórnun smábáta, eru innan þess ramma sem settur var um veiðar þessara báta í fyrra með lögum nr. 105/1996. Vel hefur tekist að aðlaga þann flota sem stundar veiðar með þorskaflahámarki veiðiheimildum sem þeim flota eru markaðar. Hins vegar hefur komið í ljós visst misræmi milli sóknarmöguleika innan sóknardagahópanna og þess afla sem þeim er ætlaður. Frumvarpi þessu er ætlað að auðvelda þessum hópum að laga rekstur sinn að þeim þorskveiðiheimildum sem þeim eru ætlaðar. Hins vegar er ekki hróflað við þeim heild arramma sem veiðum smábáta var settur með lögum nr. 105/1996.
    Við meðferð málsins barst nefndinni bréf frá formanni Landssambands smábátaeigenda þar sem þess var óskað að lokamálsliður bráðabirgðaákvæðis II félli brott og flytur meiri hluti nefndarinnar tillögu þess efnis.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins með svofelldum

BREYTINGUM:


     1.      Í stað orðanna „þessari grein“ í a-lið 1. gr. komi: samkvæmt þessari grein.
     2.      Lokamálsliður bráðabirgðaákvæðis II falli brott.
                             

Alþingi, 13. des. 1997.



Árni R. Árnason,


frsm.


Stefán Guðmundsson.


með fyrirvara.


Einar Oddur Kristjánsson.




Hjálmar Árnason.



Guðmundur Hallvarðsson,


með fyrirvara.


Vilhjálmur Egilsson.