Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 606 – 303. mál.



Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (ÁRÁ, StG, EOK, HjÁ, GHall, VE).



    3. mgr. í ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
    Til aflamarksbáta undir 10 brúttórúmlestum að stærð skal úthlutað 320 lestum, miðað við óslægðan þorsk, til báta sem lönduðu sem samsvarar 6 lestum eða meira í þorskígildum talið samtals á fiskveiðiárunum 1995/1996 og 1996/1997. Úthluta skal hlutfallslega miðað við úthlutaðar aflaheimildir, í þorskígildum 1. september 1997, þó þannig að enginn bátur fái meira en 1,5 lestir í sinn hlut miðað við slægðan þorsk.



























Prentað upp.