Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 638 – 1. mál.
                        


Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1998.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (JónK, StB, ArnbS, ÁJ, ÁMM, HjálmJ, ÍGP).



1.      Við 5. gr. Í stað „12.500 m.kr.“ í 1. tölul. komi: 12.650 m.kr.
2.      Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. greinarinnar:
       a.      Í stað „8.570 m.kr.“ komi: 9.585 m.kr.
       b.      Í stað „3.300 m.kr.“ í lið 2.1 komi: 3.200 m.kr.
       c.      Við bætist nýir liðir er orðist svo:
          2.5.     Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, allt að 475 m.kr.
         2.6.     Happdrættis Háskóla Íslands, allt að 180 m.kr.
         2.7.     Ríkisútvarpsins, allt að 300 m.kr.
         2.8.     Rafmagnsveitna ríkisins, allt að 160 m.kr.
3.      Við 5. gr. Í stað „16.000 m.kr.“ í lið 3.3 komi: 16.500 m.kr.
4.      Við 5. gr. Við bætist nýr liður:
         6.Ýmis ákvæði.
              6.1.     Erlendar fjárhæðir skulu miðast við kaupgengi íslenskrar krónu samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi fjárlaga .
              6.2.     Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að gefa út að nýju viðbót inn í eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs, sem ekki eru komnir á gjalddaga, í þeim tilgangi að stækka slíka flokka og gera þá markaðshæfari. Skilmálar og kjör hlutdeildarskírteina (spariskírteina) slíkra viðbóta við eldri flokka skulu vera hin sömu og að breyttu breytanda, þ.e. útgáfudagur, fyrsti vaxtadagur, vextir, verðtryggingarákvæði, gjalddagi og þess háttar .
5.      Við 6. gr. 2. tölul. falli brott.
6.      Við 6. gr. Í stað „1.064 m.kr.“ í 5. tölul. komi: 1.164 m.kr .
7.      Við 6. gr. 7. tölul. falli brott.