Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 669 – 304. mál.


Frumvarp til laga



um breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88 31. desember 1991, sbr. lög nr. 1/1992, lög nr. 50/1994 og lög nr. 140/1995.

    (Eftir 2. umr., 19. des.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.200 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 2. og 3. tölul. 1. mgr. kemur: 3.500 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 1., 2., 3. og 5. tölul. 2. mgr. kemur: 11.500 kr.
d.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 3.500 kr.
e.     Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 5.700 kr.
    

2. gr.     

    Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 3.500 kr.

3. gr.     

     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 3.500 kr.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 3.500 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 11.500 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 5.700 kr.


5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „9.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 10.300 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „30.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 35.000 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 3.500 kr.
d.     Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 11.500 kr.
e.     Í stað fjárhæðarinnar „15.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 17.200 kr.
f.     Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.700 kr.


6. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 6. gr. laganna kemur: 5.700 kr.

7. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 8. gr. laganna kemur: 1.200 kr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 1.200 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 2.300 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „3.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 3.500 kr.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna, sbr. lög nr. 140/1995:
a.    6. tölul. orðast svo: Leyfisbréf fyrir verðbréfafyrirtæki,
    sbr. 8. gr. laga nr. 13/1996          100.000 kr.
b.    7. tölul. orðast svo: Leyfisbréf fyrir verðbréfafyrirtæki,
    sbr. 9. gr. laga nr. 13/1996          50.000 kr.
c.    8. tölul. orðast svo: Leyfisbréf fyrir erlent fyrirtæki í verðbréfaþjónustu með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. 46. gr. laga nr. 13/1996,
    a.     sem starfar skv. 8. gr. laganna          100.000 kr.
    b.     sem starfar skv. 9. gr. laganna          50.000 kr.
d.    Í stað orðanna „10. tölul.“ í 13. tölul. kemur: 12. tölul., og í stað orðanna „13.–15. tölul.“ í 18. tölul. kemur: 15.–17. tölul.
    

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
a.     Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 4.600 kr.
b.     Í stað fjárhæðarinnar „1.500 kr.“ í 2. tölul. kemur: 1.700 kr.
c.     Í stað fjárhæðarinnar „2.500 kr.“ í 4. tölul. kemur: 2.800 kr.
d.     Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 5. og 6. tölul. kemur: 2.300 kr.
e.     Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 7., 8., 9. og 11. tölul. kemur: 1.200 kr
f.     Í stað fjárhæðarinnar „800 kr.“ í 10. tölul. kemur: 900 kr.
g.     Í stað fjárhæðarinnar „300 kr.“ í 12. tölul. kemur: 500 kr.
h.     Við bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    13.    Leyfi til nafnbreytinga, þó ekki nafnbreytinga skv. 2. málsl.
                 1. mgr. 11. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn          4.000 kr.
    14.     Fyrir vottorð um íslenskan ríkisborgararétt          1.200 kr.

11. gr.

    Á eftir X. kafla laganna, sbr. lög nr. 1/1992, kemur nýr kafli, XI. kafli, Gjöld fyrir staðfestingu skipulagsskráa og birtingu reglugerða lífeyrissjóða, með einni grein, 17. gr., og breytast tölur kafla og greina í samræmi við það. Hin nýja grein verður svohljóðandi:
    Fyrir staðfestingu á skipulagsskrá samkvæmt lögum nr. 19/1988, um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, skal greiða 5.000 kr. Þeir sem fara fram á staðfestingu dómsmálaráðuneytisins á skipulagsskrá skulu endurgreiða ráðuneytinu kostnað við birtingu skipulagsskráar í B-deild Stjórnartíðinda.
    Lífeyrissjóðir, sem senda reglugerðir sínar til fjármálaráðuneytis til staðfestingar sam kvæmt lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, skulu endurgreiða ráðuneytinu kostnað af birtingu reglugerða í B-deild Stjórnartíðinda.

12. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.
    Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu er heimilt að fella meginmál þeirra inn í lög nr. 88 31. desember 1991, um aukatekjur ríkissjóðs, sbr. lög nr. 1/1992, lög nr. 50/1994 og lög nr. 140/1995, og gefa þau út svo breytt.