Ferill 383. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 682 – 383. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um umsókn Friðar 2000 um leigu á skólahúsnæði í Reykholti.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



     1.      Hafa samningar náðst milli ráðuneytisins eða undirstofnana þess við samtökin Frið 2000 og erlenda samstarfsaðila um að leigja þeim skólahúsnæði í Reykholti í Borgar firði til að setja þar á stofn alþjóðlegt friðarsetur?
     2.      Ef samningar hafa náðst, í hverju eru þeir fólgnir?
     3.      Hafi ekki verið samið, hver er ástæðan? Hver eru þá áform ráðuneytisins varðandi Reykholt?