Ferill 10. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 687 – 10. mál.



Skýrsla



viðskiptaráðherra um viðskipta- og samkeppnishætti í banka-, olíu-, trygginga- og flutnings viðskiptum, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



    Á þskj. 10 óskuðu þingmenn jafnaðarmanna Jóhanna Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Gísli S. Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hanni balsson, Lúðvík Bergvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Svanfríður Jónasdóttir og Össur Skarphéðinsson eftir skýrslu viðskiptaráðherra um viðskipta- og sam keppnishætti í banka-, olíu-, trygginga- og flutningsviðskiptum.
    Skýrslubeiðnin er svohljóðandi:
    „Með vísan til 46. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að viðskiptaráðherra flytji Alþingi skýrslu um viðskipta- og samkeppnishætti í banka-, olíu-, trygginga- og flutningsvið skiptum.
    Í skýrslunni komi m.a. fram hvort haft sé samráð um verð vöru og þjónustu og hvernig hags munatengslum og valdasamþjöppun innan þessara fjögurra atvinnugreina sé háttað. Skýrslan leiði í ljós hvort samkeppnishættir í fyrrgreindum atvinnugreinum hamli gegn eðlilegum við skiptaháttum og leiði til hærra verðs á vöru og þjónustu fyrir neytendur.
    Í skýrslunni sé rakin þróun þessara mála síðustu ár og greint frá núverandi stöðu þeirra. Í henni komi m.a. fram upplýsingar um eftirfarandi atriði:
1.      Hver er markaðshlutdeild helstu fyrirtækja í hverri af hinum fjórum atvinnugreinum?
2.      Eru sömu einstaklingar í ábyrgðarstöðum (stjórn/framkvæmdastjórn) hjá fleiri en einu af þeim fyrirtækjum sem getið er í lið 1? Eru sömu eignaraðilar, og þá hverjir, sem eiga yfir 5% hlut í fleiri en einu af þessum fyrirtækjum? Sérstaklega er spurt um hvort um sé að ræða stjórnar- eða eignaraðild að fyrirtækjum sem eiga í samkeppni.
3.      Bendir svar við liðum 1 og 2 til þess að um sé að ræða samþjöppun valds eða óeðlileg hagsmunatengsl sem hamli samkeppni og leiði til hærra verðs á vöru og þjónustu, t.d. með verð samráði?
4.      Hver er eignarhlutdeild og stjórnarþátttaka helstu fyrirtækja í fyrrgreindum fjórum atvinnugreinum í annarri atvinnustarfsemi og má ætla að slík eignaraðild og stjórnarþátttaka skapi óeðlileg hagsmunatengsl?
5.      Hefur dregið úr samkeppni innan atvinnugreinanna fjögurra undanfarin tíu ár og má ætla að einstök fyrirtæki eða stofnanir, og þá hver, hafi í krafti markaðsstöðu eða verðsamráðs samið um skiptingu markaða eða verðlagningu á vöru og þjónustu?
6.      Bendir samvinna stærri fyrirtækja í flutningsstarfsemi og eignaraðild þeirra að fyrirtækjum í ferðaþjónustu eða landflutningum til þess að samkeppni sé hamlað og öðrum aðilum sé gert nær ókleift að halda uppi samkeppni við eðlileg skilyrði?
7.      Hvert er umfang lánastarfsemi stærstu tryggingafélaganna og hefur henni verið beitt sem tæki í samkeppni? Má ætla að stærstu tryggingafélögin samræmi vátryggingaskilmála sína og verðlagningu þannig að þeir hamli samkeppni?
8.      Hve mikið hafa olíufélögin aukið umfang starfsemi sinnar sl. fimm ár. Má ætla að sú aukning og þátttaka í annarri starfsemi en dreifingu á olíu og bensíni, svo sem sala ýmiss konar varnings á bensínstöðvum, hafi leitt til hærra verðs á bensíni og myndað óeðlilega sam keppni við aðra smásöluverslun?
    Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á Alþingi þegar henni hefur verið dreift meðal þingmanna.“

    Viðskiptaráðherra fól Samkeppnisstofnun að gera drög að eftirfarandi skýrslu og eins og fram kemur í beiðni þingmannanna er þess farið á leit að í skýrslunni komi fram hvort haft sé samráð um verð vöru og þjónustu og hvernig hagsmunatengslum og valdasamþjöppun innan framangreindra atvinnugreina sé háttað. Einnig á skýrslan að leiða í ljós hvort samkeppnis hættir hamli gegn eðlilegum viðskiptaháttum og leiði til hærra verðs á vöru og þjónustu fyrir neytendur. Þess er og óskað að í skýrslunni sé rakin þróun mála síðustu ár og staðan eins og hún er nú. Í átta töluliðum eru síðan taldar nánar upp þær upplýsingar sem fram eiga að koma í skýrslunni.
    Í upphafi skal skýrt tekið fram að ókleift er með öllu að taka saman skýrslu sem gerir þeim atriðum sem farið er fram á í þingskjalinu full skil á þeim tíma sem þingsköp kveða á um. Ef fyrir lægju upplýsingar um atriði sem spurt er um í 3., 4., 5., 6., 7. og 8. spurningu væru samkeppnisyfirvöld búin að grípa til íhlutunar við þeim ætluðu samkeppnisbrotum sem þar eru tilgreind. Til að svara þeim spurningum á afdráttarlausan hátt þarf því að fara fram víðtæk og mjög ítarleg upplýsingaöflun. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að kostnaður við upp lýsingaöflun og úrvinnslu upplýsinga eins og farið er fram á í umræddri beiðni um skýrslu gæti numið um tíu til tólf milljónum króna og má ljóst vera að Samkeppnisstofnun hefur ekki slíkt fjármagn til skýrslugerðar eins og hér um ræðir án sérstakrar fjárveitingar frá Alþingi. Ef svör við einstökum spurningum skýrslubeiðenda, eins og þær eru settar fram, væru jákvæð, mætti auk þess gera ráð fyrir nokkrum íhlutandi ákvörðunum samkeppnisyfirvalda.
    Þar eð sá tími, sem þingsköp heimila til að svara beiðni um skýrslu, er ekki meiri en raun ber vitni hefur sú leið verið valin við skýrslugerðina að byggja á þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir hjá Samkeppnisstofnun. Þar eru til gögn um veltu helstu fyrirtækja á þeim mörk uðum sem skýrslubeiðnin tekur til. Enn fremur eru til gögn um stjórnir, eign fyrirtækja í öðrum fyrirtækjum o.fl. Upplýsingar þær sem þegar liggja fyrir eru misjafnlega ítarlegar eftir greinum. Auk þeirra upplýsinga, sem hér hafa verið nefndar, er í skýrslunni gerð grein fyrir þeim afskiptum eða athugunum sem samkeppnisyfirvöld hafa gert og varða banka-, olíu-, trygginga- og flutningamarkaðina. Samkeppnisyfirvöld vinna nú að málum, sumum nokkuð umfangsmiklum, sem varða meintar samkeppnishindranir á nokkrum af þeim mörkuðum sem hér er fjallað um. Þegar niðurstöður liggja fyrir, sem verður væntanlega á fyrri hluta næsta árs, verður sumum spurningum skýrslubeiðenda svarað að hluta. Hins vegar verða ekki dregnar ályktanir af þeim upplýsingum sem fram koma í meðfylgjandi skýrslu umfram þær sem þegar hafa verið birtar í Skýrslu samkeppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi frá árinu 1995 og svokallaðri flugrekstrarskýrslu sem Samkeppnisstofnun birti á þessu ári.
    Ástæða er til að ítreka sérstaklega þær ástæður sem leiða til þess að umbeðin skýrsla getur ekki orðið ítarlegri en raun ber vitni. Í ljósi þess ber að meta hana og þær upplýsingar sem í henni felast.





(18 bls. myndaðar.)