Ferill 411. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 732 – 411. mál.



Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um atvinnuleysi kvenna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða skýringu hefur ráðherra á því að atvinnuleysi var rúmlega tvöfalt meira á landinu öllu hjá konum en körlum í desember sl., eða 5,4% hjá konum og 2,5% hjá körlum?
     2.      Er einhver sérstök skýring á því að á Norðurlandi vestra var atvinnuleysi kvenna nærfellt þrisvar sinnum meira en karla í desember sl., eða 7,8% hjá konum og 2,8% hjá körlum?































Prentað upp.