Ferill 465. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 798 – 465. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald.

Flm.: Margrét Frímannsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson,
Kristinn H. Gunnarsson, Ragnar Arnalds, Sigríður Jóhannesdóttir,
Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson.


    Alþingi ályktar að kjósa níu manna nefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að verða þjóðareign, m.a. öll verðmæti í sjó og á hafsbotni innan efnahagslög sögu, svo og í almenningum, afréttum og öðrum óbyggðum löndum utan heimalanda, námur í jörð, orku í rennandi vatni og jarðhita neðan við 100 m dýpi. Nefndin skilgreini þessar auð lindir á skýran hátt og hvernig skuli með þær farið. Nefndin kanni einnig hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar, með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir eru. Nefndin kanni möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér á réttmætan hátt til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta.
    Um verði að ræða hóflegt gjald sem varið verði til að standa undir rannsóknum og til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlindanna og réttlátri skiptingu afrakstursins, m.a. til að styrkja byggð í landinu.

Greinargerð.


    Tillaga sú sem hér er flutt er í samræmi við niðurstöðu miðstjórnar Alþýðubandalagsins sem á fundi sínum 6. febrúar sl. gerði sérstaka ályktun um skipan nefndar til að fjalla um auðlindir í sameign þjóðarinnar og auðlindagjald.
    Í tillögunni eru eftirfarandi efnisatriði:
     1.      Nefndin fjalli um allar auðlindir sem eru í þjóðareign.
     2.      Nefndin skilgreini þessar auðlindir og geri tillögur um hvernig með þær skuli farið.
     3.      Nefndin kanni hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir eru.
     4.      Nefndin kanni möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér til þeirra er hagsmuna hafa að gæta. Um verði að ræða hóflegt gjald sem varið verði til að standa undir rannsóknum og til að stuðla að vernd og sjálf bærri nýtingu auðlindanna og réttlátri skiptingu afrakstursins, m.a. til að styrkja byggð um landið.
    Í rúma tvo áratugi hafa þingmenn Alþýðubandalagsins flutt stjórnarskrárfrumvörp á Al þingi um auðlindir í sameign þjóðarinnar. Fyrir þinginu liggja nú frumvörp um sama efni, þ.e. frumvarp um breytingar á stjórnarskránni og frumvörp um eignarrétt fallvatna og jarð hita, auk þingsályktunartillögu um miðhálendið, svo nokkur dæmi séu nefnd.
    Í þessari tillögu til þingsályktunar er lagt til að skipuð verði nefnd til að kanna hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot auðlindanna, með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir eru og í því skyni að standa straum af hluta kostnaðarins sem þjóðin ber beint eða óbeint af varð veislu sameiginlegra auðlinda. Þá kanni nefndin möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta og stuðli að réttlátri skiptingu afrakstursins.     
    Ljóst er að ef takast á að vernda auðlindir sem eru sameign þjóðarinnar og tryggja sjálf bæra nýtingu endurnýjanlegra auðlinda verður að leggja áherslu á rannsóknir á þessum auð lindum sem geri okkur kleift að meta á áreiðanlegan hátt ástand þeirra, verndargildi og nýtingarþol.
    Jafnframt þarf að leggja áherslu á skipulega vöktun auðlindanna til að koma í veg fyrir að þeim sé spillt. Kostnaði við hana ætti að dreifa á sanngjarnan hátt þannig að þeir borgi hlutfallslega meira sem nýta auðlindirnar.
    Í flestum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem eru með svipaða löggjöf og Ís land, er mestallt land skipulagt og góð grunngögn um náttúrufar aðgengileg. Búið er að skrá setja jarðmyndanir, plöntur og dýr og mikilvægustu búsvæði þeirra og skrá sérstaklega hvaða dýr og plöntur þarf að vernda og hvaða búsvæði og vistkerfi þarf að friða. Sama gildir um jarðmyndanir, landslag og þjóðminjar. Aðstaða til að meta áhrif framkvæmda á umhverfið er því önnur í þessum löndum en á Íslandi. Íslendingar eru skemmra á veg komnir en hinar Evrópuþjóðirnar þar sem ekki hefur verið lokið við að skrá og greina náttúru landsins skipu lega, hvorki á láði né legi, kanna ástand hennar eða meta þær ógnir sem að henni steðja. Mikið starf hefur vissulega verið unnið, þótt enn sé langt í land. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, gerð skipulagsáætlana, framkvæmd náttúruverndarmála, ákvarðanir um virkj unarframkvæmdir, stóriðju eða vegagerð og önnur verksvið sem lúta að landnotkun líða fyrir þessa stöðu mála. Sama er t.d. að segja um möguleikana á að meta áhrif veiðarfæra á sjávar botn og önnur áhrif af nýtingu nytjastofna á lífríki sjávar og á botn hans.
    Kanna ætti hvort úr þessum vanda megi leysa að einhverju leyti með því að verja hluta af gjaldi sem lagt er á auðlindanotkun til rannsókna. Jafnframt hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar borgi hluta af kostnaði við slíkar rannsóknir þar sem þörf fyrir þær stafar ekki síst af athöfnum þeirra sjálfra.
    Eðlilegt þykir nú að leggja á svokölluð umhverfisgjöld sem byggjast á því að sá sem mengar beri kostnað af athöfnum sínum. Jafneðlilegt ætti að vera að þeir sem afnot hafa af sameiginlegum auðlindum greiði hluta af kostnaðinum sem þjóðin ber vegna athafna þeirra. Slík gjaldtaka á sér nú þegar stað en nær aðeins til lítils hluta þeirra sameiginlegu gæða sem felast í íslenskri náttúru. Allir sem heimild hafa til að veiða villta fugla og villt spendýr landsins þurfa t.d. samkvæmt lögum nr. 64/1994 að greiða gjald sem varið er til rannsókna á veiðidýrum, eftirlits með veiðunum og stýringar á stofnum sem veiði er heimiluð á.
    Kísiliðjan við Mývatn greiðir nú gjald sem miðast við hráefnisnotkun fyrirtækisins og er að hluta varið til rannsókna og vöktunar á auðlindinni sem verksmiðjan nýtir. Sjávarútvegs fyrirtæki greiða gjöld sem varið er að einhverju leyti til eftirlits með veiðum og til rannsókna á nytjastofnum og veiðiþoli þeirra. Tilviljanir eða geðþóttaákvarðanir eiga ekki að ráða hverjir beri slík gjöld eða hvernig farið er með fjármagnið sem er innheimt.
    Auðlindagjald þarf að vera samræmt og ná til allra sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Jafnframt þarf að skilgreina gjaldtökuna þannig að tilgangur hennar sé skýr og alveg ljóst hvernig verja beri því fjármagni sem er innheimt. Hér er lagt til að nefnd verði skipuð sem fái það hlutverk að skoða þessi mál og setja fram tillögu til úrbóta.
    Samræmt gjald á auðlindir í þjóðareign yrði hluti af rekstrargjöldum þeirra sem nýta auð lindirnar. Hér er því ekki um skattlagningu að ræða. Sjávarútvegsfyrirtæki greiða til að mynda ýmis gjöld, t.d. í Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Þau gjöld yrðu felld undir auðlinda gjaldið yrði niðurstaðan sú að leggja slíkt samræmt gjald á nýtingu auðlinda í eigu þjóðar innar.
    Hér er m.a. lagt til að nefndin kanni möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér til þeirra sem hafa hagsmuna að gæta. Um gæti verið að ræða byggðarlög sem orðið hafa fyrir beinum skakkaföllum vegna ákvarðana sem teknar hafa verið um nýtingu sameiginlegrar auðlindar, hvort sem um er að ræða fisk í sjó, orku í rennandi vatni eða í jörðu eða jarðefnanámu. Einnig mætti líta til réttlætismála eins og að jafna orkuverð. Er ekki eðlilegt að fyrirtæki sem fær að vissu leyti einkarétt á að fram leiða orku úr sameiginlegri auðlind standi að hluta straum af kostnaði við dreifikerfi fyrir raforku um landið allt og stuðli þannig að jöfnun orkuverðs? Nefndin ætti jafnframt að kanna sérstaklega hvort nota megi auðlindagjald að hluta til þess að tryggja þeim sem beinna eða óbeinna hagsmuna eiga að gæta eðlilegan lágmarksafrakstur af sameiginlegum auðlindum. Sérstaklega þarf nefndin að kanna meðferð takmarkaðra auðlinda sem gengið er á með nýt ingu. Til dæmis þyrfti að skoða hvort þeir sem fá heimild til að nýta efnisnámu í eigu ríkisins ættu ekki að greiða tiltekna upphæð fyrir hvert tonn af efni sem tekið er úr námunni, fyrir utan hið eiginlega umhverfisgjald. Slíkt gjald tryggði þjóðinni fastan afrakstur af námunni án tillits til þess hvernig viðkomandi fyrirtæki er rekið, enda væri sannanlega verið að ganga á hana og draga úr verðmæti hennar í framtíðinni.