Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 965 – 286. mál.


Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tryggva Axelsson deildarstjóra frá viðskiptaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Verðbréfaþingi Íslands, Sambandi íslenskra við skiptabanka, Seðlabanka Íslands, Félagi löggiltra endurskoðenda og Verslunarráði Íslands.
    Frumvarpið er lagt fram sem fylgifrumvarp með frumvarpi til laga um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um verðbréfa-viðskipti til samræmis við orðalag framangreinds frumvarps.
    Nefndin leggur til að málið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 5. mars 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Pétur H. Blöndal.



Sólveig Pétursdóttir.



Valgerður Sverrisdóttir.



Einar Oddur Kristjánsson.



Sighvatur Björgvinsson.



Steingrímur J. Sigfússon.