Ferill 347. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1002 – 347. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1.      Við 1. gr. Greinin falli brott.
2.      Við 2. gr. Greinin falli brott.
3.      Við 3. gr. Greinin falli brott.
4.      Við 4. gr.
       a.      A-liður orðist svo: Við greinina bætast tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Skattstjórar annast álagningu vörugjalds vegna innlendrar framleiðslu og innflutnings aðila sem skráðir eru skv. 5. gr. Fjármálaráðherra getur ákveðið að fela einstökum skattstjórum að annast eftirlit, framkvæmd og álagningu vörugjalds í öðrum skattumdæmum.
       b.      Í stað orðsins „Ríkisskattstjóri“ í 1. og 2. málsl. efnismálsgreinar b-liðar komi: Skattstjóri.
5.      Við 5. gr.
       a.      Í stað orðanna „5. dagur“ í síðari málslið efnismálsgreinar a-liðar komi: 28. dagur.
       b.      C-liður falli brott.
6.      Við 6. gr.
    a.    1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Skattstjóri skal veita framleiðendum vöru, sem nota í framleiðslu sína hráefni eða efnivöru sem ber vörugjald, heimild til að kaupa af inn flytjendum, innlendum framleiðendum og aðilum sem skráðir eru skv. 5. gr. hráefni eða efnivöru án vörugjalds.
    b.    Í stað orðanna „Í umsókn skal“ 3. málsl. 1. efnismgr. komi: Í umsókn til skattstjóra skal.
     c.      4. málsl. 1. efnismgr. falli brott.
     d.      Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: skattstjóra.
7.      Við 7. gr. Greinin falli brott.
8.      Við 9. gr. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Eftirfarandi tollskárnúmer fellur brott úr E-lið viðaukans: 8517.1901.
9.      Við 10. gr. Greinin orðist svo:
         Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1998.
10.      Við ákvæði til bráðabirgða.
       a.      Í stað orðanna „febrúar 1998“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: júní 1998.
       b.      Í stað orðanna „desember 1997 og janúar 1998“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: apríl og maí 1998.
       c.      3. mgr. falli brott.