Ferill 605. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1070 – 605. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.

Frá 2. minni hluta sjávarútvegsnefndar.



    Frumvarp þetta styrkir gildandi ákvæði um úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna með því að setja á laggirnar nýja stofnun, Verðlagsstofu skiptaverðs, er starfi í nánum tengslum við úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Hlutverk stofunnar verði að stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna.
    Það er sjónarmið 2. minni hluta að frumvarpið sé til verulegra bóta, svo og framkomnar breytingartillögur við það. Verðlagsstofa mun hafa víðtækar heimildir til þess að afla gagna um fiskverð og krefjast nauðsynlegra upplýsinga.
    Er með því mjög bætt staða sjómanna frá því sem nú er til þess að rétta hlut sinn og tryggja að hann verði í samræmi við eðlilegt skiptaverð hverju sinni.

Alþingi, 27. mars 1998.



Kristinn H. Gunnarsson.