Ferill 637. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1093 – 637. mál.



Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um umferðarstjórn lögreglunnar.

Frá Svavari Gestssyni.



     1.      Eru áform um það hjá ráðuneytinu eða lögreglunni í Reykjavík að leggja niður umferðardeild lögreglunnar?
     2.      Kemur til greina að mati ráðherra að auka sjálfstæði deildarinnar innan lögreglunnar, m.a. í þeim tilgangi að ná markmiðum umferðaröryggisáætlunar til ársins 2001?
     3.      Telur ráðherra að reglugerð um einkennisbúninga, merki og búnað lögreglumanna tryggi nægilega vel öryggi þeirra við umferðarstjórn?