Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1149 – 285. mál.



Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið á milli 2. og 3. umræðu og fengið á sinn fund Tryggva Axelsson frá viðskiptaráðuneyti. Þá barst nefndinni umsögn frá Lögmönnum Höfðabakka.
    Nefndin leggur til að frumvarpið, eins og það liggur fyrir eftir 2. umræðu, verði samþykkt með minni háttar breytingum. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingar á 1. mgr. 19., 20. og 39. gr. en hins vegar orðalagsbreytingu á fyrri málslið 2. mgr. 19. gr. sem fjallar um yfirtökutilboð. Þar er lagt til að í stað þess að kveða á um að ákvæði 1. mgr. eigi ekki við um hlutafélag sem stofnað er og skrásett á Íslandi og sem þegar hefur verið opinberlega skráð í kauphöll við gildistöku laganna skuli ákvæðið orðað svo að það eigi ekki við um eignarhlut í félagi sem þegar hefur verið opinberlega skráð í kauphöll við gildistöku laganna þrátt fyrir að atvik sem nefnd eru í 1.–4. tölul. 1. mgr. eigi við um þann eignarhlut. Samkvæmt gildandi lögum hefur einungis verið skylt að bjóða hluthöfum innlausn hluta sinna þegar einn aðili hefur eignast 9/ 10hluta hlutafjár eða atkvæðisréttar. Ákvæði laga um hlutafélög og einka- hlutafélög munu halda gildi sínu varðandi þá aðila sem framangreind undanþága kann að eiga við, svo og um félög sem ekki hafa verið opinberlega skráð í kauphöll svo sem verið hefur.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Sólveig Pétursdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 1. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Valgerður Sverrisdóttir.


Pétur H. Blöndal.


Einar Oddur Kristjánsson.



Sighvatur Björgvinsson.



Steingrímur J. Sigfússon.