Ferill 556. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1160 – 556. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um áframhaldandi gildi samninga með tilkomu evrunnar.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason frá viðskipta-ráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Samtökum iðnaðarins, Seðlabanka Íslands, Verslunarráði Íslands, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi íslenskra sparisjóða og Alþýðusambandi Íslands.
    Með frumvarpi þessu er fjallað um gildi samninga í ekum og þeim Evrópumyntum sem verða hluti EMU, Efnahags- og myntbandalags Evrópu, þegar ný mynt í Evrópu, evran, tekur gildi í ársbyrjun 1999. Með frumvarpinu er stefnt að því að taka af allan vafa um að upptaka evrunnar muni ekki leiða til ógildingar samninga í ekum eða einstökum myntum aðildarríkja EMU.
    Nefndin ræddi sérstaklega um þörf á slíkri lagasetningu og leggur áherslu á að ákvæði frumvarpsins eigi fyrst og fremst að vera til tryggingar ef ágreiningur rís um gildi slíkra samninga og að ekki sé rétt að gagnálykta á þann veg að án slíkra laga væru allir framan-greindir samningar ógildir. Upptaka evrunnar verður að teljast einstakur viðburður og ríkir hagsmunir tengdir því að álitamál um gildi samninga í ekum og myntum aðildarríkja EMU séu leyst. Rétt er að benda á þann eðlismun sem er á eku og evru að eka er samsett úr gjald miðlum ellefu ríkja en evran verður sjálfstæður gjaldmiðill og því gæti það leitt til deilna um samninga sem gerðir hafa verið í ekum eða með gengisviðmiðun við eku. Hugsanlegur sam runi gjaldmiðla í framtíðinni mun því ekki nauðsynlega leiða til lagasetningar til að tryggja áframhaldandi gildi samninga, nema slíkt verði talið tryggara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Við 4. gr. 2. mgr. falli brott.
     2.      Við bætist ný grein, með fyrirsögninni Gildistaka, sem orðist svo:
                   Lög þessi öðlast þegar gildi.

    Sólveig Pétursdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 1. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Valgerður Sverrisdóttir.



Pétur H. Blöndal.



Einar Oddur Kristjánsson.




Sighvatur Björgvinsson.



Steingrímur J. Sigfússon.