Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1219 – 269. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og telur nauðsynlegt að gera átak í rannsóknum á áhrifum veiða og veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á Íslandsmiðum. Sérstaklega hafa verið til um ræðu áhrif þeirra veiðarfæra sem dregin eru eftir botni hafsins, dragnót og botnvarpa. Telja verður líklegt að dragnót og botnvarpa hafi töluverð áhrif á hafsbotninn og lífríkið þar. Til að afmarka frekar rannsóknina er lögð til breyting á orðalagi tillögugreinarinnar jafnframt því að sameina þessa tillögu þeirri tillögu til þingsályktunar sem lögð er til á þskj. 383 í 308. máli. Nefndin mun ekki skila sérstöku áliti um þá tillögu en lítur svo á að tekið sé undir efni hennar með samþykkt þessarar tillögu.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með svofelldri

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að gera átak í rannsóknum á áhrifum veiða og mismunandi veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á Íslandsmiðum. Sérstaklega verði kannað hver áhrif veiðanna eru á botnfiskstofna, viðkomu þeirra og afrakstursgetu, sem og áhrif veiða með dragnót, botnvörpu og öðrum dregnum veiðarfærum á botnlagið.
    Til verkefnisins verði veitt sérstök fjárveiting næstu þrjú ár í samræmi við kostnaðar áætlun Hafrannsóknastofnunarinnar.

Alþingi, 21. apríl 1998.



Steingrímur J. Sigfússon,


form.


Lúðvík Bergvinsson,


frsm.


Guðmundur Hallvarðsson.




Vilhjálmur Egilsson.     


Hjálmar Árnason.     



Einar Oddur Kristjánsson.     


Svanfríður Jónasdóttir.



Stefán Guðmundsson.



Árni R. Árnason.