Ferill 665. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1273 – 665. mál.



Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Egilssonar um beingreiðslur.

     1.      Hvað eru margar jarðir með rétt til beingreiðslna?
    Alls höfðu 2.983 lögbýli greiðslumark í upphafi yfirstandandi verðlagsárs, 2.515 í sauðfé og 1.289 í mjólk. Alls höfðu því 821 býli greiðslumark bæði í mjólk og kindakjöti. Miðað er við greiðslumarksskrá fyrir byrjun verðlagsársins (1. september 1997 fyrir mjólk og 1. janúar 1998 fyrir sauðfé). Meðtalin eru því bú sem hafa selt allt sitt greiðslumark á verðlagsárinu.

     2.      Hvað eru margar jarðir með beingreiðslurétt undir 100 ærgildum, með 100–200 ærgildi, 200–300 ærgildi o.s.frv.?
    Fjöldi lögbýla með greiðslumark, flokkuð eftir stærð:

Greiðslumark, ærgildi Fjöldi býla Greiðslumark, ærgildi Fjöldi býla
0–100 696 901–1.000 38
101–200 419 1.001–1.100 26
201–300 472 1.101–1.200 9
301–400 355 1.201–1.300 7
401–500 333 1.301–1.400 6
501–600 233 1.401–1.500 4
601–700 190 1.901–2.000 1
701–800 130 2.001–9.999 1
801–900 63

    Í flokknum 0–100 ærgildi eru meðtalin fáein bú sem voru skráð með greiðslumark í upphafi yfirstandandi verðlagsárs en hafa nú selt allt sitt greiðslumark. Eins eru meðtalin bú sem munu hætta rekstri, hafa selt nokkuð af greiðslumarki sínu og eru hætt eða að hætta framleiðslu.

     3.      Hvað hefur verið fluttur beingreiðsluréttur af mörgum jörðum í landinu?
    Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda búa með greiðslumark, annars vegar í mjólk og hins vegar sauðfé. Meðtalin eru á hverjum tíma bú sem skáru niður sauðfé vegna riðu á hverjum tíma og voru þá ekki með framleiðslu. Skrá yfir bú með greiðslumark í sauðfé árið 1992 er ekki sambæri leg við þau ár sem taflan greinir frá og því eru gefnar upplýsingar um fullvirðisrétt í sauðfé árið 1991 í staðinn.

Ár Kindakjöt Mjólk
1991* 3.733
1992 1.439
1993 2.830 1.406
1994 2.831 1.382
1995 2.830 1.338
1996 2.671 1.286
1997 2.518 1.251
1998 2.515

* Árið 1991 var fullvirðisréttur í gildi. Meðtalin eru bú með leigusamninga við Framleiðnisjóð.


     4.      Hvað var framleitt mikið af kindakjöti á árinu 1997 á þeim bújörðum sem beingreiðsluréttur hefur verið fluttur af?
    Árið 1997 var heildarframleiðsla kindakjöts 7.903.125 kg. Þar af framleiddu beingreiðsluhaf ar á lögbýlum 7.586.968 kg. Aðrir framleiðendur á lögbýlum framleiddu 282.262 kg og framleið endur utan lögbýla 33.895 kg. Ætla má að meginhluti framleiðslu frá lögbýlum án greiðslumarks komi af lögbýlum sem greiðslumark/framleiðsluheimildir hafa verið flutt af (selt í uppkaupa samningum við ríkið eða til annarra lögbýla).

     5.      Hvað var framleitt mikið af kindakjöti á árinu 1997 á þeim bújörðum sem beingreiðsluréttur hefur verið fluttur af og hafa jafnframt fengið styrk til búháttabreytinga?
    Framleiðsluráð landbúnaðarins býr ekki yfir upplýsingum til að svara þessari spurningu.

     6.      Hvert er meðaltal beingreiðslna til sauðfjárbænda?
    Árið 1997 var heildarfjárhæð beingreiðslna í sauðfé frá Ríkisféhirði 1.516.160.303 kr. Greiðslumarkshafar voru 2.518 og nemur meðaltal á hvern framleiðanda því 602.128 kr.

     7.      Hvað eru beingreiðslur háar að meðaltali til þeirra tíu sauðfjárbænda sem fá hæstar beingreiðslur, næstu tíu og þar næstu tíu?
    Byggt á greiðslumarki lögbýlanna í apríl 1998 og beingreiðslu á ærgildi á sama tíma eru með altalsbeingreiðslur til 30 stærstu sauðfjárbúanna, skipt í þrjá flokka og miðað við heilt ár, eftirfar andi:

Beingreiðslur, kr.
Tíu stærstu sauðfjárbúin 2.693.654
11–20 2.293.133
21–30 2.115.351

     8.      Hvert er meðaltal beingreiðslna til kúabænda?
    Heildarfjárhæð beingreiðslna í mjólk frá Ríkisféhirði árið 1997 var 2.696.224.069 kr. Lögbýli með greiðslumark 1. september voru 1.251 og meðaltalsgreiðsla á lögbýli var því 2.155.255 kr. Sé miðað við fjölda lögbýla með greiðslumark 1. september 1996 (1.286) nemur meðaltals greiðsla 2.096.567 kr.

     9.      Hvað eru beingreiðslur háar að meðaltali til þeirra tíu kúabænda sem fá hæstar beingreiðslur, næstu tíu og þar næstu tíu?
    Byggt á greiðslumarki lögbýlanna apríl 1998 og meðalbeingreiðslu á lítra samkvæmt verð lagsgrundvelli í apríl 1998 voru meðaltalsbeingreiðslur til 30 stærstu kúabúana, skipt í þrjá flokka og miðað við heilt ár, eftirfarandi:

Beingreiðslur, kr.
Tíu stærstu kúabúin 7.455.375
11–20 5.924.055
21–30 5.321.126