Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1277 – 558. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Árna Kolbeinsson og Kristínu Har aldsdóttur frá sjávarútvegsráðuneyti og Gunnar Jóakimsson frá síldarútvegsnefnd. Umsagnir bárust nefndinni frá Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, Félagi síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi, Íslenskum sjávarafurðum hf., Landssambandi íslenskra útvegs manna og Samtökum fiskvinnslustöðva.
    Með frumvarpinu er lagt til að stofnað verði hlutafélag, Íslandssíld hf., sem taki við öllum eignum, skuldum og skuldbindingum síldarútvegsnefndar auk þess sem stofnaðir verði tveir sjóðir, annar með síldarrannsóknir að markmiði og hinn í þeim tilgangi að efla vöruþróun síldarafurða og afla markaða fyrir síldarafurðir.
    Nefndin leggur tvær breytingar á frumvarpinu. Það er mat nefndarinnar að ákvæði um gildistöku og brottfall laga eigi að vera skýr og það sé í höndum Alþingis hvenær og hvort lög falli úr gildi. Eins og ákvæðið er í frumvarpinu er brottfall laganna um síldarútvegsnefnd háð ákvörðun framkvæmdarvaldsins en ekki Alþingis. Nefndin leggur því til að 2. málsl. 11. gr. verði breytt þannig að skýrt verði kveðið á um að lögin falli úr gildi 1. júlí nk. og er í því sambandi miðað við 6. gr. frumvarpsins um stofnfund hlutafélagsins. Þetta þrýstir á sjávar útvegsráðherra að halda stofnfund hlutafélagsins fyrir 1. júlí 1998. Eðli málsins samkvæmt verður síldarútvegsnefnd lögð niður um leið og lög nr. 62/1962 falla úr gildi.
    Þá leggur nefndin til að eiginhlutur Íslandssíldar hf. skuli lækkaður úr 15% hlutafjár í 10% og að 5% sem þá eru eftir verði eign lífeyrissjóða sjómanna í hlutfalli við fjölda sjó manna í hverjum sjóði við gildistöku laganna. Um þetta atriði hafa komið fram eindregnar kröfur af hálfu forustumanna sjómannasamtakanna og nefndin taldi rétt að koma að nokkru til móts við sjónarmið þeirra.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með svofelldum

BREYTINGUM:

1.      Við 5. gr. 1. mgr. orðist svo:
         Þeir síldarsaltendur sem greitt hafa lögmælta söluþóknun af útfluttri síld skv. 2. gr. laga nr. 62/1962 á tímabilinu 1. janúar 1975 – 31. desember 1997 eru eigendur 85% hlutafjár félagsins við stofnun þess, Íslandssíld hf. skal eiga 10% hlutafjár félagsins og lífeyris sjóðir sjómanna, í hlutfalli við fjölda sjómanna í hverjum sjóði við gildistöku laganna, skulu eiga 5% hlutafjár félagsins.
2.      Við 11. gr. 2. málsl. orðist svo: Lög nr. 62/1962, um síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar, falla úr gildi 1. júlí 1998.

    Guðný Guðbjörnsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 24. apríl 1998.



Steingrímur J. Sigfússon,


form., frsm.


Árni R. Árnason.     


Stefán Guðmundsson.




Einar Oddur Kristjánsson.



Lúðvík Bergvinsson.



Svanfríður Jónasdóttir.



Guðmundur Hallvarðsson.



Vilhjálmur Egilsson.



Hjálmar Árnason.