Ferill 266. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1286 – 266. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um eflingu sauðfjárbúskapar í jaðarbyggðum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið sendar umsagnir frá Hagþjónustu landbúnaðar ins, Byggðastofnun, landbúnaðarráðuneyti, Bændasamtökum Íslands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
    Í tillögugreininni er ríkisstjórninni falið að skipa nefnd til að gera tillögu um hvernig efla megi sauðfjárbúskap í jaðarbyggðum þar sem beitilönd eru vannýtt.
    Víða í jaðarbyggðum eru gjöful beitilönd sem ekki eru fullnýtt, margar jarðir eru vel upp byggðar með vannýtta aðstöðu, bæði hvað varðar útihús og ræktað land. Hins vegar eru önn ur svæði þar sem um ofbeit er að ræða eða sauðfjárrækt er stunduð á svæðum þar sem fjöl breytni atvinnulífs er mun meiri en í jaðarbyggðum. Í vinnu þeirrar nefndar sem land búnaðarráðherra mun skipa verður að taka afstöðu til þess hvaða landsvæði falla undir skil greiningu tillögunnar. Jafnframt er eðlilegt að skilgreind séu þau svæði þar sem um ofbeit er að ræða, með það að markmiði að draga úr henni, og að tekin verði afstaða til þess hvort draga beri úr sauðfjárbúskap á þeim svæðum sem ekki teljast til jaðarbyggða og byggja ekki afkomu sína að verulegu leyti á búgreininni. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að nefndin kanni hvaða áhrif efling sauðfjárbúskapar í jaðarbyggðum þar sem beitilönd eru vannýtt hafi á innanlandsmarkað með sauðfjárafurðir og eins hvort slíkt átak geti leitt til aukins útflutn ings þeirra afurða.
    Nefndin leggur til að landbúnaðarráðherra verði falið að skipa framangreinda nefnd. Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd til að gera tillögu um hvernig efla megi sauðfjárbúskap í jaðarbyggðum þar sem beitilönd eru vannýtt.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Egill Jónsson.



Árni M. Mathiesen.




Guðjón Guðmundsson.



Hjálmar Jónsson.



Magnús Stefánsson.



Sigríður Jóhannesdóttir.



Ágúst Einarsson.



Lúðvík Bergvinsson.