Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1322 – 546. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um skipulag ferðamála, nr. 117/1994.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við a-lið (9. gr.) 1. gr.
       a.      A-liður 1. mgr. falli brott.
       b.      B-liður orðist svo: Hvers konar umboðssölu farmiða með skipum, bifreiðum, flugvélum eða járnbrautum og upplýsingar um slíkar ferðir.
     2.      Við h-lið (16. gr.) 1. gr.
       a.      Orðin „a- og b-lið“ í 1. mgr. falli brott.
       b.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Trygging skal þó aldrei vera lægri en 1 millj. kr. vegna ferðaskrifstofu eða ferðaskipuleggjanda.
     3.      Við i-lið (17. gr.) 1. gr. Orðin „a- og b-lið“ í 2. mgr. falli brott.
     4.      Við k-lið (19. gr.) 1. gr. C-liður orðist svo: Ábyrgð viðskiptabanka eða sparisjóðs eða vátrygging hjá vátryggingafélagi. Skulu þessir aðilar hafa starfsleyfi hér á landi. Þeir skulu og gefa yfirlýsingu um að gildissvið og fjárhæð tryggingarinnar séu í samræmi við lög þessi.