Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1323 – 593. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, og siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá sam gönguráðuneyti og Hermann Guðjónsson frá Siglingastofnun Íslands.
    Umsagnir bárust nefndinni frá Eyjaferðum sf., Ferðamálaráði, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Neytendasamtökunum, Siglingastofnun Íslands og Sjóferðum.
    Með frumvarpinu er lagt til að farþegaflutningar með skipum verði háðir sérstöku leyfi og að lögfest verði skyldutrygging í farþegaflutningum með skipum. Með breytingunum er ætlunin að stuðla að auknu öryggi í farþegaflutningum með skipum og bátum á sjó, ám eða vötnum. Samgöngunefnd tekur undir markmið frumvarpsins en leggur til þá breytingu að vátryggingarskyldunni verði flýtt um sex mánuði svo að ákvæðið komi til framkvæmda á sumri komanda. Það er mat nefndarinnar að frestur til 1. ágúst nk. sé nægjanlegur undir búningstími fyrir þá sem að málinu koma, tryggingafélög og tryggingartaka.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:


    Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað orðanna „1. janúar 1999“ í 2. mgr. komi: 1. ágúst 1998.

Alþingi, 27. apríl 1998.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.



Guðmundur Árni Stefánsson.




Egill Jónsson.



Árni Johnsen.


Ragnar Arnalds.



Ásta R. Jóhannesdóttir.



Kristján Pálsson.



Stefán Guðmundsson.








Prentað upp.