Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 11/122.

Þingskjal 1448  —  269. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins.


    Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að gera átak í rannsóknum á áhrifum veiða og mismunandi veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á Íslandsmiðum. Sérstaklega verði kannað hver áhrif veiðanna eru á botnfiskstofna, viðkomu þeirra og afrakstursgetu, sem og áhrif veiða með dragnót, botnvörpu og öðrum dregnum veiðarfærum á botnlagið.
    Til verkefnisins verði veitt sérstök fjárveiting næstu þrjú ár í samræmi við kostnaðaráætlun Hafrannsóknastofnunarinnar.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 1998.