Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 12/122.

Þingskjal 1451  —  251. mál.


Þingsályktun

um setningu reglna um ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins frá störfum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta semja reglur um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu þegar þeir taka tímabundið við öðrum störfum, svo sem hjá alþjóðastofnunum sem Ísland er aðili að eða kjörnum trúnaðarstörfum. Í reglunum verði m.a. tekið fram hvenær starfsmenn eigi rétt til þess að fá ólaunað leyfi frá störfum, hvernig reikna skuli leyfistímann til starfsaldurs, annarra réttinda og mats á starfshæfni og hver sé réttur starfsmanns til fyrra starfs eftir að leyfi lýkur.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 1998.