Útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 10. febrúar 1999, kl. 13:56:06 (3417)

1999-02-10 13:56:06# 123. lþ. 63.1 fundur 313. mál: #A útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., VS
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 123. lþ.

[13:56]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Mér fannst ræða hv. 4. þm. Norðurl. e. nokkuð dæmigerð. Hann er með hrakspár varðandi mál sem hefur verið leyst ákaflega farsællega. Hann talaði um að engin ástæða væri til þess að hæla neinum þó loksins hafi verið tekið á málefnum flugstöðvarinnar. Framsfl. hefur hefur hins vegar ekki farið með málefni flugstöðvarinnar í þau tíu ár sem hv. þm. taldi að þessi mál hefðu verið í ólestri. Þetta er dæmigert fyrir þetta ríkisstjórnarsamstarf og þá ríkisstjórn sem nú situr. Málum er komið í lag.