Íþróttasamstarf milli Vestur-Norðurlanda

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 16:23:26 (3594)

1999-02-15 16:23:26# 123. lþ. 65.6 fundur 196. mál: #A íþróttasamstarf milli Vestur-Norðurlanda# þál., 197. mál: #A stofnun vestnorræns menningarsjóðs# þál., Flm. ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[16:23]

Flm. (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Herra forseti. Ég vil þakka þessum ungu kraftmiklu þingmönnum, hv. þm. Siv Friðleifsdóttur og Magnúsi Árna Magnússyni, fyrir góðar undirtektir. Það sést að þau hafa áhuga á þessum mikilvægu málefnum. Samvinna þessara landa á vafalítið eftir að aukast mjög mikið í framtíðinni, sérstaklega ef þessi lönd ganga einhvern tíma í ESB. Þarna er því góður spennandi starfsvettvangur sem ber að efla á öllum sviðum.