Hafnaáætlun 1999-2002

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:12:06 (3652)

1999-02-16 14:12:06# 123. lþ. 66.7 fundur 291. mál: #A hafnaáætlun 1999-2002# þál., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:12]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég og aðrir þingmenn stjórnarandstöðu höfum fyrirvara við það nál. sem fyrir lá um brtt. við gerð hafnaáætlunar fyrir árin 1999--2002. Ég gerði við síðari umræðu grein fyrir því vegna hvers þessi fyrirvari væri og ætla ekki að endurtaka það hér. Enn fremur lagði ég fram brtt. áðan sem ég gerði líka grein fyrir. Það verður auðvitað í minnum haft og er hér dokumenterað hvernig þingmenn greiddu atkvæði í þeim efnum. Að öðru leyti mun ég standa að þessari hafnaáætlun. Það hefur tekist víðtæk og góð sátt um einstök verkefni vítt og breitt um landið og þingmannahópar einstakra kjördæma hafa komið að því verki. Í heild og breidd með örfáum undantekningum þó er þetta því viðunandi niðurstaða. Ég mun því greiða atkvæði með þessu og segi já.