Réttur íbúa landsbyggðar til læknisþjónustu

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 19:37:52 (3816)

1999-02-17 19:37:52# 123. lþ. 68.19 fundur 277. mál: #A réttur íbúa landsbyggðar til læknisþjónustu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., SighB
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[19:37]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég leyfi mér að fylgja úr hlaði fyrirspurn frá hv. varaþingmanni Kristínu Jóhönnu Björnsdóttur sem sat um skeið á Alþingi og átti sæti í þingflokki jafnaðarmanna. Fyrirspurnin er á þskj. 408 og hljóðar svo, með leyfi forseta:

,,1. Er unnið að því í ráðuneytinu að jafna kostnað landsbyggðarfólks sem sækja þarf sér fræðiþjónustu á höfðuðborgarsvæðinu?

2. Ef svo er, í hverju er sú vinna fólgin? ``