Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 17:54:10 (4095)

1999-02-25 17:54:10# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[17:54]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir þessi svör. Ég hef í sjálfu sér ekkert við þau að athuga. Ég fagna því að hæstv. ráðherra ætlar að halda áfram að leggja áherslu á konur og börn í sambandi við þróunaraðstoð og mannréttindamál og vonast eftir því að náið samráð verði haft við félagasamtök um þessi mál, ekki síst um mannréttindamál kvenna sem er virkilega þörf á að taka föstum tökum hvort sem er hjá Sameinuðu þjóðunum eða hjá öðrum mannréttindastofnunum.