Stefna í byggðamálum fyrir árin 1999-2001

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 13:39:46 (4259)

1999-03-03 13:39:46# 123. lþ. 76.2 fundur 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 123. lþ.

[13:39]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Í umsögn Þjóðhagsstofnunar um tillöguna segir að markmið hennar sé virðingarvert en ekki raunhæft. Undir það tek ég.

Í tillögunni skortir verulega á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar, sérstaklega til skemmri tíma til að sporna við því hættuástandi sem nú er á landsbyggðinni. Því rétt að ríkisstjórnin beri sjálf ábyrgð á því sem hér er lagt til um stefnu í byggðamálum fram til ársins 2001 enda hlýtur það að vera verk nýrrar ríkisstjórnar að marka skýrari og árangursríkari stefnu í byggðamálum en hér er lagt til. Ég greiði ekki atkvæði.