Skortur á hjúkrunarfræðingum

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 18:06:12 (4313)

1999-03-03 18:06:12# 123. lþ. 77.11 fundur 491. mál: #A skortur á hjúkrunarfræðingum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KF
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 123. lþ.

[18:06]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Mér finnst mjög áhugavert að heyra þessi svör ráðherrans. En mig langar til að vekja athygli á fyrirspurn sem liggur fyrir frá mér til ráðherra um störf sjúkraliða og vil aðeins að skjóta því inn í þessa umræðu. Það er í rauninni spurningin um það hvort ekki geti hugsast að það sé eðlilegt að sjúkraliðar geti unnið undir stjórn lækna. Það er aðeins hliðarspor í þessari umræðu. En hæstv. ráðherra kemur kannski aðeins inn á þetta í seinni ræðu sinni.