1999-03-08 11:43:11# 123. lþ. 80.14 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., RA (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[11:43]

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Að sjálfsögðu ætti bandaríski herinn að vera farinn fyrir löngu. Herinn kom hingað fyrir bráðum sex áratugum til hjálpar Englendingum og Rússum í baráttunni við nasista. Eftir þá styrjöld báðu Bandaríkjamenn um herstöðvar hér á landi til 99 ára. Þeirri kröfu höfnuðu Íslendingar einróma, þar á meðal allir stjórnmálaflokkar á Alþingi. Herinn fékk þó að lokum heimild til að sitja áfram með þeim rökum að nýtt stríð væri hafið, kalda stríðið. En því stríði er einnig löngu lokið. Dvöl erlends hers í landinu sæmir ekki sjálfstæðri þjóð og er fáránleg tímaskekkja sem hlýtur senn að verða leiðrétt. Ég segi já.