Hvalveiðar

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 15:27:19 (4518)

1999-03-09 15:27:19# 123. lþ. 82.18 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, Frsm. meiri hluta KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[15:27]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja almennt við ræðu hv. þm. að hann lagði sig í framkróka við að gera allt eins tortryggilegt og hægt var. Það leyndi sér ekki hver hugur hans er í málinu. Ég vil segja það um dylgjur hans um meinta ranga afstöðu utanrmn. í nál. að einfaldast er að lesa upp bréf utanrmn. sem barst sjútvn. 7. desember sem svar við boði um að koma athugasemdum eða ábendingum vegna málsins til sjútvn. Svar utanrmn. er svohljóðandi, með leyfi forseta:

,,Á fundi utanrmn. 4. desember var fjallað um 92. mál, hvalveiðar. Fékk nefndin til fundar við sig Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanrrn., og Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóðréttarfræðing ráðuneytisins. Á fundinum komu ekki fram athugasemdir um þingmálið.``

Ég endurtek, með leyfi forseta:

,,Á fundinum komu ekki fram athugasemdir um þingmálið.``

Undir þetta ritar Tómas Ingi Olrich, formaður utanrmn.