Hvalveiðar

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 16:09:03 (4536)

1999-03-09 16:09:03# 123. lþ. 82.18 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[16:09]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er hollt og gott að rifja upp forsöguna. Þess vegna sá ég ástæðu til að lesa úr öllum þeim gögnum sem m.a. Sjávarnytjar hafa haldið til haga. Þá sér maður að þar var kallað: Úlfur, úlfur! Við fórum samt út í vísindaveiðarnar. Það sem gerðist á því árabili, 1986--1989, var að ferðamannastraumur jókst allverulega, um 30%. Hann minnkaði ekki og það vantaði fisk. Ástandið á mörkuðunum var gott.

Hvaða rök hef ég sem þessi samtök sem eru andsnúin hvalveiðum hafa ekki? Ég vísa bara til reynslu t.d. Norðmanna og Færeyinga. Þar eru menn að veiða hval og þar hefur það ekki valdið neinum verulegum vandræðum.