Hvalveiðar

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 18:32:12 (4551)

1999-03-09 18:32:12# 123. lþ. 82.18 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, Frsm. meiri hluta KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[18:32]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að vegna ræðu hv. þm. sé rétt að árétta að tillagan sem meiri hluti sjútvn. hefur flutt hér er ákaflega skýr. Það er tillaga um að hefja hvalveiðar og fela ríkisstjórninni að undirbúa það. Skýrar getur það ekki orðið.

Það er líka mjög skýrt hve langan tíma menn ætla ríkisstjórninni til nauðsynlegs undirbúnings. Ég get ekki fallist á að tillagan sé óskýr að þessu leyti eins og hv. þm. hélt fram.

Ég vil einnig benda á að sú ríkisstjórn sem mynduð verður að afloknum næstu kosningum fær þessa ályktun til að framfylgja. Er hv. þm. að lýsa því yfir fyrir hönd síns flokks að hann muni verða andvígur þeirri stefnu sem Alþingi markar ef þessi þáltill. verður samþykkt? Ef sá flokkur á aðild að ríkisstjórn, mun hann þá gera kröfu til að sú ríkisstjórn virði að vettugi þessa tillögu, ef samþykkt verður?