Hvalveiðar

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 20:54:59 (4566)

1999-03-09 20:54:59# 123. lþ. 82.18 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[20:54]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég tók fram áðan í máli mínu, þá stóðu engin efni til þess að utanrmn. færi yfir málið á sama grundvelli og sjútvn. Það er ljóst að á þessu máli eru ýmsar hliðar sem snerta t.d. viðskiptamál eða ferðamál. Sjútvn. tók þessa þætti málsins fyrir og að mati formannsins stóðu engin efni til þess að utanrmn. endurynni það sem unnið var í sjútvn.

Í utanrmn. hreyfði enginn mótmælum við því að svona yrði unnið að málinu. Það var full samstaða um það hvernig málið var unnið í utanrmn.