Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 23:02:03 (4596)

1999-03-09 23:02:03# 123. lþ. 82.23 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[23:02]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég heyri að hér er kominn fram sjálfskipaður brandarabankastjóri sem metur og úthlutar þessari ágætu einkunn. Ég verð nú að harma það að þingmaðurinn hafi ekki átt þess kost að gegna skyldum sínum í samgn. þegar þessi tillaga var afgreidd. En það reyndi reyndar, held ég, aldrei á það hvort meiri hluti væri fyrir því að afgreiða tillöguna óbreytta. Það kom hins vegar fram, eftir þeim upplýsingum sem ég hef, í vinnu nefndarinnar að taka þessi jarðgangamál sem heild og koma fram með þá tillögu sem hér er, þ.e. að unnin skuli langtímaáætlun um gerð jarðganga á Íslandi.

Ég er afskaplega ánægð með hvernig þessi tillaga var afgreidd frá samgn. og hef þakkað henni fyrir vinnu sína og skal endurtaka það hér að þetta er vel unnið hjá samgn. og mun vegna málefnisins verða mjög til framdráttar þeirri vinnu sem auðvitað þarf að fara fram í rannsóknum á jarðgangakostum á Íslandi.