Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 23:11:15 (4602)

1999-03-09 23:11:15# 123. lþ. 82.23 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, EgJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[23:11]

Egill Jónsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í tillögu samgn. eru öll þau efnisatriði sem lögð voru fram í tillögu okkar Arnbjargar Sveinsdóttur og sumt í afgreiðslu samgn. er með sama orðalagi. Þetta er því allt saman innan venjulegra vinnubragða í þinginu.

Mér finnst hins vegar sérstök ástæða til að segja frá því að undir stjórn forseta þingsins, sem var að kveða hér upp einhvern úrskurð, þá var ályktunum sem lagðar voru fyrir landbn. gjörbreytt og vona ég að hæstv. forseti muni eftir því. (Gripið fram í.) M.a. í sambandi við landslið hestamanna, sem þurfti nú að gjörbreyta og reyndar fleiri ályktanir, og sérstakur smiður að þeim breytingum var einmitt hv. þm. Ágúst Einarsson, sem er reyndar vel til þess hæfur og fær og ástæða er til að færa honum sérstakar þakkir fyrir þann gjörning, fyrst formaður nefndarinnar hafði ekki vald á því að leiða málið að þessu leyti.