1999-03-10 00:17:26# 123. lþ. 82.27 fundur 204. mál: #A þriggja fasa rafmagn# þál. 14/123, Frsm. StG
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[24:17]

Frsm. iðnn. (Stefán Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég tala fyrir nál. um till. til þál., 204. máli, um þriggja fasa rafmagn.

Flutningsmenn eru Drífa Hjartardóttir, Hjálmar Jónsson og Ísólfur Gylfi Pálmason.

Nefndarálit iðnn. er á þann veg að nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá Eyþingi, Rafmagnsveitum ríkisins, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Þjóðhagsstofnun, Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra og Bændasamtökum Íslands.

Í tillögugreininni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd sem geri úttekt á því hve mikið vanti á raflagnir fyrir þriggja fasa rafmagn í landinu. Verði nefndinni falið að meta þörf atvinnulífsins á landsbyggðinni fyrir þriggja fasa rafmagn og jafnframt að leggja mat á kostnað við að tryggja öllum landsmönnum aðgang að því.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Sigríður A. Þórðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nál. rita Stefán Guðmundsson formaður, Hjálmar Árnason, Magnús Árni Magnússon, Hjörleifur Guttormsson, Pétur H. Blöndal, Guðjón Guðmundsson og Katrín Fjeldsted.