Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:16:35 (4673)

1999-03-10 11:16:35# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:16]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég er andvígur því að hefja stórhvalaveiðar eins og sakir standa. Ég tel það ekki þjóna hagsmunum Íslendinga og ég tel ekki rétt að senda merkjasendingu út í heim um hvalveiðar nema hugur fylgi máli, að menn taki ekki herkostnaðinn nema sannanlegur ávinningur sé í augsýn og það er hann ekki í þessu máli nema síður sé.

Einnig finnst mér það vera grundvallarmál fyrir Alþingi Íslendinga að samþykkja ekki opinn víxil eins og hér er verið að gera. Ríkisstjórninni er falið að hefja kynningarherferð meðal viðskiptaþjóða Íslendinga og verði kostnaðurinn greiddur af skattborgaranum. Enginn veit hvað sá reikningur verður hár, ekki heldur þeir sem sitja í þessum sal á hv. Alþingi Íslendinga og greiða tillögunni atkvæði. Það mun ég heldur ekki gera.