1999-03-11 00:09:53# 123. lþ. 84.26 fundur 509. mál: #A Háskóli Íslands# (heildarlög) frv. 41/1999, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[24:09]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er greinilegt af orðum hæstv. menntmrh. að hér er ákveðinn misskilningur á ferðinni. Við í minni hluta menntmn. lögðum eindregið til annað orðalag, þ.e. að það yrði samið við stúdentaráð, félög stúdenta, háskólaráð eða aðra aðila. Fyrst ráðherra skilur málið svona þá munum við að sjálfsögðu koma með brtt. í þá veru við 3. umr.

Varðandi breytingarnar á lánasjóðsúthlutunarreglunum finnst mér athyglisvert ef ekki hefur verið fyrirséð fyrir einu ári hvernig afkoma sjóðsins yrði. Það má þá skilja hæstv. ráðherra þannig að þessi breyting á lögunum í fyrra hafi haft svo mikla hagræðingu í för með sér að nú sé allt í einu nóg af peningum til. Ég vil gjarnan spyrja hann hvort það sé réttur skilningur, þ.e. hvort rekstrarafkoma lánasjóðsins sé önnur og miklu betri núna heldur en fyrirséð var fyrir einu ári.