1999-03-11 00:11:03# 123. lþ. 84.26 fundur 509. mál: #A Háskóli Íslands# (heildarlög) frv. 41/1999, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[24:11]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi það sem hv. þm. mótmælti úr máli mínu, þá tók ég mið af þeirri tillögu sem liggur hérna fyrir. Ég veit ekki hvernig umræður þróuðust í nefndinni um þetta atriði. Frv. tekur þessum breytingum og um það er sátt í menntmn. Ég tel þetta viðunandi niðurstöðu og geri ekki athugasemdir við hana. Það má ekki skilja orð mín á þann veg. Hv. þm. vék sérstaklega að breytingunni og það er breyting sem sátt varð um í nefndinni.

Að því er varðar fjármálin þá lá ekki ljóst fyrir fyrr en nú hvernig hagur Lánasjóðs ísl. námsmanna væri og reynslan af lagabreytingunni frá 1997, sem nú hefur gengið í gegnum úthlutanir. Með hliðsjón af þeirri reynslu meta menn stöðu sjóðsins þannig að á þessu ári sé svigrúm, eins og fram kemur í þeirri tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér um málið í gær og þingmenn hafa, þ.e. 120 millj. kr. svigrúm innan fjárlagaramma sjóðsins til að koma til móts við námsmenn. Við munum nota það svigrúm til að hækka grunnframfærsluna núna á þessu ári.