1999-03-11 00:32:17# 123. lþ. 84.26 fundur 509. mál: #A Háskóli Íslands# (heildarlög) frv. 41/1999, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[24:32]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég hef þegar gert grein fyrir þeirri túlkun og skýringum sem ég taldi nauðsynlegt að fram kæmu, þ.e. hvaða skilning ég legg í það með því að setja nafn mitt undir þetta nál.

Hvað spurningu hv. þm. varðar um við hvern samkomulag hefur verið gert þá má lesa það af nöfnum þeirra sem setja nafn sitt undir þetta nál.

Það er einu sinni svo þegar margir koma að máli, oft og tíðum með ólíkar skoðanir, að menn leita sátta. Þegar þeir telja sig geta sætt sig við þá niðurstöðu sem er fengin, þá setja menn nafn sitt undir. Við hverja hefur verið samið má lesa af nöfnum þeirra sem rita nafn sitt undir nál.