Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:35:59 (4949)

1999-03-11 12:35:59# 123. lþ. 85.93 fundur 362#B tilhögun þingfundar#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:35]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Tæpast eru það neinar fréttir fyrir hv. alþm. og auðvitað er það augljóst mál að þær áætlanir sem gerðar höfðu verið um þingfrestun eru nokkuð gengnar úr skorðum. Því er óhjákvæmilegt að endurskipuleggja þingstörfin. Forseti hefur hugsað sér að við gerum 15 mínútna hlé og að sjútvn. komi saman í myndaberberginu. Jafnframt óskar forseti eftir því að formenn þingflokkanna komi til fundar við forseta í forsetaherberginu niðri eftir fimm mínútur og getur sá fundur þá staðið í tíu mínútur.