Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 12:10:23 (515)

1998-10-16 12:10:23# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[12:10]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn eða ábendingu varðandi áhættuna. Ég er alveg sammála hv. þm. um að hér er um áhættusama aðgerð að ræða, enda tel ég að ef íslenska ríkið færi út í þetta mundi það auðvitað taka þetta skref af skrefi, byrja á því að samtengja þá gagnagrunna sem fyrir eru og vinna málið smátt og smátt á skynsamlegri hátt. Hér er ráðist í mjög mikið stórvirki og ég tel eðlilegt að ríkið mundi ekki taka slíka áhættu eins og hér er gert. Ég er alveg sammála því. En það er hægt að vinna málið þannig að á endanum verði jafnmikil auðlind til en þá yrðu vinnubrögðin að sjálfsögðu öðruvísi og byrjað með því að samtengja fyrirliggjandi grunna.