Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 12:47:12 (526)

1998-10-16 12:47:12# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[12:47]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki fær um að deila við hv. þm. Pétur H. Blöndal um tækniatriði varðandi þetta. Ég hef bara bent á að ég gekk út frá því að menn væru verndaðir með hugverk sín, menn væru verndaðir með forrit sín og enginn ætti að geta stolið því. Ég er alveg sammála því að frumkvöðullinn á að vera verndaður. Ég vil ekki trúa því að ekki sé hægt að koma því þannig fyrir að hægt sé að vernda hann. Ég vil ekki trúa því að óreyndu. Þess vegna var það sem ég bað þingnefndina að skoða þetta mjög gaumgæfilega. Ég vil ekki trúa því að það sé ekki hægt öðruvísi en að setja einkaleyfi.

En við skulum láta á það reyna og við skulum skoða það. Ef menn sýna mér fram á að einkaleyfið sé eina leiðin til að gera þetta, fyrr ekki ætla ég að fallast á það.