Lífsýnasöfn

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 18:10:38 (678)

1998-10-22 18:10:38# 123. lþ. 16.5 fundur 121. mál: #A lífsýnasöfn# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 123. lþ.

[18:10]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég taldi mig vera að svara því hvort selja ætti upplýsingarnar úr viðkomandi lífsýnabanka, þ.e. að selja aðgengi að þeim upplýsingum, að menn geti notað lífsýnin til að afla sér upplýsinga, þ.e. sá sem ætlar að gera einhverja vísindarannsókn fer til lífsýnasafnsins og segir: Ég ætla gera svona rannsókn --- og fær öll leyfi upp á það. Spurningin er hvort safnstjórnin getur sagt: Enginn fær aðgang að þessum sýnum til að stunda rannsóknir nema að borga tiltekna upphæð. Ég var að svara því.

Ég er ekki alveg búin að mynda mér skoðun á því og tel eðlilegt að við skoðum það í nefndinni hvað felist nákvæmlega í frv. og hvort æskilegt sé að hafa þennan möguleika til staðar eða ekki.